Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 16:03:25 (2035)

1997-12-12 16:03:25# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[16:03]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni fyrir þessi viðbrögð og vil nú árétta það, eins og ég hélt að hefði komið mjög skýrt fram í mínu máli, að ég er ekki að halla á meðferðaraðilana og þá sem sinna þessum málum og hafa gert það vel. Ég hélt að það hefði komið skýrt fram í minni ræðu. Það sem ég vildi geta um var aðallega almennt kæruleysi. Það er svo auðvelt að komast í meðferð. Það er hægt að laga hlutina hvenær sem er en það er ekki hægt. Ég þekki þessi mál allvel líka eins og hv. þm. og ég hef sannarlega séð mörg kraftaverk gerast gegnum starf þessara meðferðaraðila. En ég var að hvetja til þess áðan að umræðan um áfengismál og áfengisvarnir og sérstaklega vímuefnavarnir komist á annað stig þannig að hugsunarhátturinn verði sá að við vinnum bug á vandamálunum, sérstaklega gagnvart ungu fólki, eftir því sem framast er kostur. Aðferðir til þess hafa ekki vrið fullnægjandi hingað til.