Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 16:41:41 (2039)

1997-12-12 16:41:41# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[16:41]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði að það hafa komið miklar upplýsingar um sjúkrahúsin til fjárln. og það eru miklar upplýsingar fyrirliggjandi um stöðu sjúkrahúsanna. Hins vegar er ekki með öllu ljóst hvernig samningur sem gerður var milli heilbrrn., fjmrn. og Reykjavíkurborgar annars vegar og sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu hins hvegar, gengur fram. Það verður að koma í ljós. En ég endurtek að það þolir ekki bið að komast að niðurstöðu í þessu máli og gera samninga um umfang starfseminnar þannig að þjónustan sé tryggð.

Ég endurtek þá yfirlýsingu og hef reyndar sagt það áður í umræðunni um fjáraukalögin á sínum tíma og nefndi þetta í ræðu minni í morgun.