Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 16:54:47 (2047)

1997-12-12 16:54:47# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[16:54]

Hjálmar Jónsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir góðar óskir til hv. þm. Gísla S. Einarssonar og vona að það komi fram í málflutningi hans það sem eftir er dagsins að hann á afmæli í dag.

Það er rétt hjá hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni að vitleysan getur komist á það alvarlegt stig í vissum málum að allar leiðir hljóti að verða til bóta. Ég skal ekki tala um hversu mikil vitleysan var í heilbrigðiskerfinu en í öllu falli er stefnan nú í rétta átt.