Fjárlög 1998

Föstudaginn 12. desember 1997, kl. 18:44:44 (2066)

1997-12-12 18:44:44# 122. lþ. 41.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 41. fundur

[18:44]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég kem upp til að þakka hv. varaformanni fjárln. fyrir að segja upp þessu samkomulagi. Það var það sem hann var að gera. Hann var að lýsa því yfir að fjárln. og meiri hlutinn á Alþingi væri tilbúinn til að fara í að endurskoða þetta samkomulag. Það vita það allir núna, núna, frá og með þessari stundu, fyrir einni mínútu, að þetta samkomulag stenst ekki. Af því m.a. að það hefur ekki verið unnið að þeim verkum og því endurskipulagi í heilbrigðismálum hér á þéttbýlissvæðinu sem heilbrrn. lofaði að láta gera en hefur ekki staðið við. Þannig að ég tel að það sé ... (StB: Hefur borgin staðið við sitt?) Borgin hefur staðið við sitt að fullu í þessu máli. Ég vil endurtaka þakkir mínar til hv. þm. fyrir að segja: ,,Þetta samkomulag verður að taka upp.`` Það er mikið mál og það er mikil frétt fyrir forustu og starfsmenn Ríkisspítalanna og Borgarspítalans og Landakots að fá yfirlýsingar um það núna við 2. umr. fjárlaga. Betra er seint en aldrei, herra forseti.