Ríkisábyrgðir

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 11:26:44 (2116)

1997-12-13 11:26:44# 122. lþ. 42.10 fundur 99. mál: #A ríkisábyrgðir# (heildarlög) frv. 121/1997, Frsm. VE
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[11:26]

Frsm. efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli hér fyrir nál. og brtt. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um ríkisábyrgðir.

Nefndin hefur fjallað um þetta mál og leggur til breytingar á frv. sem eru í þremur liðum.

Fyrsta brtt. er sú að bætt verði við 2. gr. ákvæði um að í frv. skuli liggja fyrir umsögn Ríkisábyrgðasjóðs á mati á áhrifum ríkisábyrgða á samkeppni á viðkomandi sviði þegar ríkisábyrgð er veitt.

Lagðar eru til breytingar á 6. gr. Annars vegar er lagt til að auk almennra viðskiptaskulda skuli eftirlauna- og lífeyrisskuldbindingar undanþegnar ábyrgðargjaldi því sem bankar, lánasjóðir, lánastofnanir, fyrirtæki og aðrir aðilar, sem lögum samkvæmt njóta eða hafa notið ábyrgðar ríkissjóðs skulu greiða.

Enn fremur er lögð til breyting sem er tilvísanabreyting.

Að öðru leyti leggur nefndin til að frv. verði samþykkt.