Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:15:16 (2128)

1997-12-13 14:15:16# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:15]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Um næstu áramót eru að gerast mjög merkileg tíðindi í menntunarmálum á uppeldissviði og umönnunarsviði í landinu. Fjórir skólar eru að sameinast, þ.e. Íþróttakennaraskólinn, Kennaraháskólinn, Fósturskólinn og Þroskaþjálfaskólinn og það hefur náðst í hv. menntmn. mjög góð samstaða um þetta mál. Hér flytjum við tveir þingmenn tillögu um að greiða fyrir þessu nýja samstarfi fjögurra skóla með því að ríkissjóður ákveði að leggja fram 20 millj. kr. til tækjakaupa og endurskipulagningar. Við lítum á þetta sem það merkilegt átak sem þarna er að eiga sér stað að ástæða sé til þess að Alþingi samþykki sérstaka fjárveitingu í þessu skyni sem eins konar tannfé handa hinum nýja skóla sem tekur til starfa frá og með næstu áramótum.