Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:20:16 (2130)

1997-12-13 14:20:16# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:20]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Framlag til Námsgagnastofnunar byggir á framlagi á hvern nemanda. Það framlag er nú rúmlega 5.000 kr. en var t.d. um 6.500 árið 1991. Á sama tíma hafa verið gerðar auknar kröfur um framboð og gæði námsefnis. Framlög til námsefnisgerðar eru í engu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til árangurs í skólastarfinu. Við því verður að bregðast. Annað er fráleitt, ekki síst í ljósi þeirra orða sem voru látin falla á síðasta vetri við umræðu um svokallaða TIMSS-rannsókn. Þess vegna segi ég já.