Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:31:29 (2133)

1997-12-13 14:31:29# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:31]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Brtt. þessi gengur út á að gera lítils háttar hækkun á skammarlega lágu framlagi okkar Íslendinga til þróunarsamvinnu á þann hátt að grunnframlag til Þróunarsamvinnustofnunar verði hækkað um 50 millj. kr. Eins og hv. alþm. er vafalaust kunnugt, þá hefur frammistaða Íslands að þessu leyti verið mikið hneykslunarefni og til álitshnekkis fyrir land og þjóð um langt árabil, að við ein mesta velmegunarþjóð heimsins, höfum lagt langtum minna af mörkum til þróunarhjálpar og þróunarsamvinnu en aðrar sambærilegar þjóðir. Að vísu er ljóst að þessi 50 millj. kr. hækkun mundi ekki draga langt til að koma hlutfallinu upp í það sem það þyrfti að vera eða 0,7% af landsframleiðslu eins og velmegunarríkin hafa samþykkt að leggja af mörkum en mundi þó vísa í rétta átt. Ég trúi ekki öðru en hv. alþm. treysti sér til að styðja þessa hógværu tillögu í góðærinu.