Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:32:34 (2134)

1997-12-13 14:32:34# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:32]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Við Íslendingar gumum okkur gjarnan af því að við séum í hópi 10 efnuðustu þjóða heims og lifum við lífskjör sem fáar þjóðir í veröldinni ná jafngóðum. Samt sem áður er það rétt hjá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, að við getum okkur það orð á alþjóðavettvangi að leggja einna minnst allra þjóða til þróunaraðstoðar. Það er smánarblettur á okkur Íslendingum sem hrósum okkur gjarnan af ríkidæmi okkar hve við stöndum illa að verki í því máli. Því mun ég greiða atkvæði með þessari tillögu.