Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:37:00 (2135)

1997-12-13 14:37:00# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:37]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Í fjárlagafrv. var upphaflega gert ráð fyrir því að hátt á sjötta tug milljóna yrði innheimtur sem sérstakur nefskattur á símnotendur í þágu einkavinavæðingar íhaldsins. Tillagan sem hér um ræðir er að því leyti til bóta að lækka á þessa fjárhæð um helming. Við greiðum ekki atkvæði.