Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:41:26 (2139)

1997-12-13 14:41:26# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:41]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Á tyllidögum er talað um að menntun sé fjárfesting. Í fjárlögum þessarar ríkisstjórnar sér þess ekki stað. Að hafa Starfsmenntasjóð undir Atvinnuleysistryggingasjóði er röng hugsun. Við eigum að bjóða upp á virka endurmenntun og starfsþjálfun til nýrra starfa fyrir þá sem minnsta menntun hafa. Fullorðinsfræðsla er greidd af fullorðnum. Verkafólk og aðrir með lægstu tekjur eiga verst með að missa tekjur og það er fjarlægast fyrirtækjum að greiða endurmenntun fyrir það fólk.

Við eigum að tryggja að vinnuafl verði frjálst og óbundið fyrirtækjum með því að koma á námsleyfum. Brjótast út úr því ríkjandi hugarfari að vinnudýrið sé mælikvarði á láglaunafólk. Menntum alla, ekki bara suma, með sterkum starfsmenntasjóði. Þess vegna leggjum við til hækkun á framlögum til hans.