Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:44:30 (2140)

1997-12-13 14:44:30# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, MF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:44]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Í langflestum tilvikum greiðir stjórnarandstaðan atkvæði með úthlutun safnliða þó deildar meiningar séu um hvernig þeim skuli fyrir komið. Mig langar til þess að vekja athygli á því að oft sér maður einkennilega þætti inni á þessum safnliðum og virðist vera svolítið ruglingskennt undir hvaða ráðuneyti þeir flokkast. Í 12. lið eru framlög til Verndar, fangahjálpar sem ég styð að sjálfsögðu að fái framlög, en Vernd starfar samt sem áður í samstarfi við Fangelsismálastofnun. Því væri eðlilegra að þessi liður heyrði undir dómsmálin heldur en félagsmálin þar sem um fastan samning er að ræða.