Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:51:53 (2145)

1997-12-13 14:51:53# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:51]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Eins og hv. þm. er kunnugt hefur Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri allt fram á síðasta ár tekist að haga rekstrinum í samræmi við fjárveitingar Alþingis. Nú hefur fjárhagsstaða þess hins vegar snúist á verri veg. Það hefur orðið mikil aukning í þjónustu sjúkrahússins, enda búa um 40 þúsund manns á þjónustusvæði þess og hin síðari ár hefur sjúkrahúsið annast æ fleiri sjúklinga sem áður fóru til stóru sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu.

Af þeim sökum og vegna niðurskurðar heilbrrn. hin síðari ár er halli FSA kominn í 84 millj. kr. nú í árslok. Það er nauðsynlegt að auka fjárveitingar til sjúkrahússins á næsta ári. Þar sem vandinn er ekki leystur í frv. eða breytingartillögum meiri hlutans telur minni hlutinn nauðsynlegt að hækka framlagið til FSA um a.m.k. þessar 50 millj. kr. Ég segi að sjálfsögðu já.