Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:53:03 (2146)

1997-12-13 14:53:03# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SJS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:53]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er alveg óumdeilt að það þarf meiri fjármuni til reksturs Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Umfang starfseminnar hefur aukist og það hefur verið tekin upp ný starfsemi, ráðnir nýir sérfræðingar. Allt hefur þetta verið gert á grundvelli ákvarðana og með vitund og vilja og samþykki löggjafarvaldsins og ráðuneytis. Það er þess vegna neðan við allar hellur að stofnunin skuli vera sett í það ár eftir ár að fá ekki fullnægjandi fjárveitingar til að standa undir þeim rekstri sem búið er að ákveða að þar skuli fara fram.

Afgreiðsla hæstv. ríkisstjórnar og meiri hluta hennar á málefnum Fjórðungssjúkrahússins hvað fjáraukalög snertir var til skammar og áframhaldið verður áfram til skammar ef það á að loka hér fjárlögunum þannig að það er fyrir séð umtalsverð fjárvöntun vegna rekstrarins á næsta ári sem er þó samstaða um að skuli fara fram á stofnuninni. Þetta er afgreiðsla sem er Alþingi ekki sæmandi. 50 millj. kr. hækkun mundi bæta verulega úr og ég vona að þingmenn styðji þá sjálfsögðu tillögu.