Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 14:58:57 (2150)

1997-12-13 14:58:57# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[14:58]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Upplýsingar hafa komið fram um það að ef fjárlögin verða afgreidd eins og tillögur liggja nú fyrir um verður að loka frá og með næstu áramótum 200 sjúkrarúmum og segja upp 400 manns í vinnu á spítölunum í Reykjavík. Það er algerlega óyggjandi upplýsingar og meiri hlutinn hefur ekki mótmælt því. Það liggur líka fyrir samkvæmt upplýsingum sem komu frá Þjóðhagsstofnun í gær að framlögin til heilbrigðismála í heild eru í stöðnun og hlutfall til heilbrigðismála af vergri landsframleiðslu hefur farið lækkandi. Allt þetta er til marks um að heilbrigðismálin eru út undan í þessari ríkisstjórn hvernig sem það er skoðað. Það er stórhættulegt, herra forseti. Þess vegna er tillagan flutt hér að því er varðar Ríkisspítalana. Ég segi já.