Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:01:22 (2152)

1997-12-13 15:01:22# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:01]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Það hefur verið ömurlegt að fylgjast með málflutningi hv. stjórnarliða varðandi þetta tiltekna atriði. Það hefur komið fram í ræðum þeirra í þinginu að þeir hafa gögn frá forsvarsmönnum spítalanna sem segja það klárt og kvitt að það er gríðarlega mikill halli, það vantar mikið af peningum og ekkert af því sem stjórnarandstaðan hefur sagt hefur verið hrakið. Þeir peningar sem eiga að koma í gegnum pottagaldur hv. formanns fjárln. fyrir hönd ríkisstjórnarinnar nægja engan veginn til þess að leysa vanda sjúkrahúsanna. Ég segi þess vegna, herra forseti, að sú tillaga sem liggur fyrir er mjög skynsamleg, hún er hófleg. Eina leiðin til þess að létta þennan vanda er að samþykkja hana og þess vegna segi ég já.