Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:06:39 (2155)

1997-12-13 15:06:39# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:06]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Þetta er eina innlegg meiri hlutans í alla umræðuna um vanda stóru sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu og er í raun engin hækkun heldur tilfærsla um 25 millj. kr. til Ríkisspítalanna vegna tilflutnings á rekstri Kleifarvegsheimilisins sem á að flytja frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur og liður þess sjúkrahúss er síðan lækkaður um sömu upphæð. Það er nú allur skilningurinn og rausnin.

Ég mun styðja þessa tillögu með tilliti til þess verkefnis sem þar um ræðir en að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn tillögu nr. 57 um lækkun á móti til Sjúkrahúss Reykjavíkur. Því veitir sannarlega ekki af þeirri upphæð.