Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:08:13 (2157)

1997-12-13 15:08:13# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, heilbrrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:08]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Mér finnst rétt að minna á að verið er að auka fjármagn til heilbrigðismála á þessu ári og næsta ári um 1 milljarð umfram það sem var lagt fram í fjárlagafrv. og fjáraukalagafrv. við 1. umr. Mér finnst rétt að minna á það hér og sérstaklega þegar menn ræða um að verið sé að leggja niður Kleifarvegsheimilið, þá er eingöngu verið að flytja stjórnina yfir á Dalbraut og það er samkomulagsatriði sem er búið að ræða um í nokkurn tíma og fullt samkomulag um. Ég minni á þetta um að auka fjármagn til heilbrigðismála og það er óeðlilegt að tala um lokanir fleiri deilda á sama tíma sem við erum að auka fjármagnið.