Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:17:15 (2162)

1997-12-13 15:17:15# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:17]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Við umræður um þetta mál í gær komu fram tvær mjög mikilvægar yfirlýsingar frá hv. þm. Jóni Kristjánssyni, formanni fjárln. Hann lýsti því ítrekað yfir að hann gerði sér grein fyrir að vandi sjúkrahússins væri mjög mikill og jafnframt því að nauðsynlegt yrði að taka á þeim vanda þegar ákveðinni skoðun yrði lokið í byrjun næsta árs. Þetta er mjög mikilvægt.

Eigi að síður blasir við að ef ekki koma meiri peningar til spítalans núna á allra næstu vikum, þá á yfirstjórn spítalans engra kosta völ annarra en grípa til uppsagna. Þar með liggur fyrir að segja þarf upp 200 manns. Ég segi því já við þessari tillögu en undirstrika að þær uppsagnir verða á ábyrgð hæstv. heilbrrh.