Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:21:30 (2166)

1997-12-13 15:21:30# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:21]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég held að nauðsynlegt sé að hafa það í huga sem kemur mjög glöggt fram í þessari atkvæðagreiðslu að skurðpunktur átakanna í tengslum við þessa fjárlagaafgreiðslu liggur í heilbrigðismálunum. Það er nauðsynlegt að láta það koma skýrt fram og ég vil taka undir það sem hv. þm. Gísli S. Einarsson sagði í þessum efnum.

Ég vil einnig nota þetta tækifæri, herra forseti, til þess að mótmæla sérstaklega því sem hæstv. heilbrrh. sagði hér áðan um raunaukningu til heilbrigðismála upp á einn milljarð kr. á tveimur árum. Það er rangt. Staðreyndin er sú að framlögin til heilbrigðismála á þessu og næsta ári eru lægri en þau hafa nokkru sinni verið hvernig sem það er mælt í 5 eða 10 ár. Það er veruleikinn, herra forseti.