Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:23:50 (2167)

1997-12-13 15:23:50# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:23]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér er gert ráð fyrir því að veita á næsta ári 300 millj. kr. til að koma til móts við þann vanda sem um er að ræða hjá sjúkrahúsum í landinu. Hvað varðar Reykjavíkursjúkrahúsin ein er þessi vandi um 900 millj. kr. og sá vandi er viðurkenndur. Meiri hlutinn hefur ekki sýnt fram á að það séu rangar tölur. Því er augljóst að um er að ræða fjárhæðir sem eru fjarri öllu lagi og duga engan veginn hvorki til að taka á vanda sjúkrahúsa í Reykjavík né annars staðar í landinu. Talan er fráleit.

Í öðru lagi eru vinnubrögðin við þetta mál fyrir neðan allar hellur. Ég tel að með þessum vinnubrögðum sé meiri hluti fjárln. að lýsa vantrausti á heilbrrn. og ég tel í raun að þar sé óeðlilega að hlutunum staðið. Ég greiði því ekki atkvæði um þessa tillögu eins og hún lítur út hér.