Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:26:12 (2170)

1997-12-13 15:26:12# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, heilbrrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:26]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Það er mjög mikilvægt að hafa þessar 300 millj. óskiptar vegna þess hve mikilvægt er að fara með framkvæmdastjórum þessara sjúkrahúsa í það hvernig haga skal málum til framtíðar. Þess vegna er mikilvægt að hafa þessar 300 millj. kr. óskiptar. Ég segi já og það mun koma fram að þessar 300 millj. munu nýtast og við munum sýna fram á að með meiri samvinnu sjúkrahúsanna náum við árangri.