Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:27:03 (2171)

1997-12-13 15:27:03# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÖS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:27]

Össur Skarphéðinsson:

Herra forseti. Stofnun stýrinefndarinnar felur í sér að Sjálfstfl. hefur fengið því framgengt að búið er að taka út úr heilbrrn. mótun stefnu um sjúkrahúsamál framtíðarinnar. Eins og staðan er held ég að það sé jákvætt. Ég held að það sé farsælt. Eigi að síður nægja þær 300 millj. sem fylgja þessari aðgerð engan veginn til að leysa þennan vanda. Ég leggst ekki gegn þeim en get heldur ekki stutt hversu skammt ríkisstjórnin stígur.