Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:36:37 (2176)

1997-12-13 15:36:37# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, ÁRJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:36]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Í sérstöku yfirliti II er liður sem ber heitið Vetrarsamgöngur og vöruflutningar. Ég styð þessa styrki til vetrarsamgangna og vöruflutninga en ég vil að það komi fram hér að það þurfi að bæta vinnubrögðin í að úthluta þessum styrkjum. Ég tel óeðlilegt að ákveðnir staðir séu fastir áskrifendur að fjárlögum. Það er lágmark að þessir styrkir séu auglýstir og síðan verði með umsóknum gerð grein fyrir því hvernig fjárveitingar frá fyrra ári hafa verið nýttar. Í þessu tilfelli er verið að veita fé á yfir 37 staði styrki en það komu aðeins sjö umsóknir. Þetta var til umræðu í nefndinni og menn voru á því að það þyrfti að bæta vinnubrögðin við þetta. Ég vil geta þess hér að ég tel nauðsynlegt að svona styrkir séu auglýstir áður en úthlutanir fara fram. En ég styð þetta engu að síður að þessu sinni.