Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:50:25 (2184)

1997-12-13 15:50:25# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GuðjG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:50]

Guðjón Guðmundsson:

Herra forseti. Á borðum hv. þingmanna liggja tugir breytingartillagna frá stjórnarandstöðunni við fjárlagafrv. Þessar tillögur eiga það allar sammerkt að þar eru lögð til aukin ríkisútgjöld á næsta ári, samtals upp á um það bil 3 milljarða kr. Auðvitað væri gaman að geta samþykkt þessar tillögur sem flestar fjalla um hin ágætustu mál svo sem það mál sem hér er til afgreiðslu. En yrðu þessar tillögur samþykktar mundi það leiða til þess að ríkissjóður yrði rekinn með milljarða halla á næsta ári. Að því vil ég ekki standa og greiði því atkvæði gegn þessari tillögu sem og öðrum brtt. vinstri flokkanna.