Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 16:07:28 (2192)

1997-12-13 16:07:28# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[16:07]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Sú breyting hefur orðið að nú er Framkvæmdasjóði fatlaðra einungis varið til framkvæmda eða næstum einungis en áður var verulegu fé úr Framkvæmdasjóði varið til rekstrar. En það sem máli skiptir í þessu efni er það að miðað við framlög fjárlaga þessa árs, þ.e. 1997 hækka framlög til málefna fatlaðra um 409 millj. eða um 17,6% frá árinu sem er að líða til næsta árs. Af þessum 409 millj. eru 184 millj. hrein aukning vegna nýrrar starfsemi eða sem svarar 7,9% raunaukning á milli ára.