Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 16:11:27 (2193)

1997-12-13 16:11:27# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[16:11]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Við þessa grein við fjárlagasamþykktina var í fyrra lögð ofuráhersla á að fá heimild til að selja Sementsverksmiðjuna. Þar ætlaði hæstv. fjmrh. að ná sér í nokkur hundruð millj. Eftir yfirferð á því máli hefur komið í ljós að ef af sölu verður, þá er um 115 millj. að ræða hugsanlega sem ríkissjóður gæti fengið í sinn hlut vegna þessa verkefnis. Ég vek athygli hv. þm. á þessu máli vegna þess að það er engin akkur í þeim möguleika að selja þetta fyrirtæki og það er ekki eftir nokkru að slægjast hjá ríkissjóði að fara í þá einkavæðingu sem þarna er fyrirhuguð.