Eldsneytisgjald á Keflavíkurflugvelli

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 15:20:10 (2231)

1997-12-15 15:20:10# 122. lþ. 43.1 fundur 128#B eldneytisgjald á Keflavíkurflugvelli# (óundirbúin fsp.), LB
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[15:20]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Þetta var stutt og laggott svar hjá hæstv. samgrh. og augljóst að hann treystir sér ekki til frekari umræðna um þetta. En það er náttúrlega umhugsunarefni, virðilegi forseti, ef fyrirspurnir til ráðherra fara í þann farveg að þeir séu hér með stæla og uppskafningshátt og svari ekki nokkru sem til þeirra er beint og geðsveiflur ráðherra eru þvílíkar að þeir virða viðkomandi þingmenn ekki svars. Ég held að full ástæða sé til þess, virðulegi forseti, að benda ráðherrum á að svara því sem til þeirra er beint. Við urðum vitni að merkilegu svari hæstv. forsrh. áðan og ekki er þetta síðra. Ég endurtek því fyrirspurnina til samgrh.: Hyggst hann bregðast við þessu áliti og hvernig hyggst hann gera það? Ekki er nema um tvennt að ræða. Annars vegar að fara að áliti Samkeppnisstofnunar ellegar skjóta þessu máli til dómstóla. Það kæmi mér ekkert á óvart að samgrh. færi að reka mál fyrir Flugleiðir fyrir dómstólum.