Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 16:10:36 (2243)

1997-12-15 16:10:36# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[16:10]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Út af fyrir sig ekki miklu við að bæta. En ég þakka fyrir þá yfirlýsingu sem liggur fyrir. Ég hefði talið nauðsynlegt að hv. talsmaður meiri hlutans sem talaði áðan, hv. 2. þm. Reykn., greindi frá skilningi meiri hlutans í þessu efni þannig að það sé alveg dagljóst. Ég get tekið undir þá túlkun sem hv. þm. Kristján Pálsson hafði uppi um þau efni. Ég sætti mig fyllilega við hana, um það stendur spurningin í þessu máli og fyrir framkvæmdarvaldið er alveg nauðsynlegt að hafa á hreinu hvað upp snýr að þessu leyti. Það er verulegur munur á því hvort gróður er látinn þróast að eigin lögmálum eða hvort um er að ræða beinar verklegar framkvæmdir á þessu sviði með aðfluttum tegundum o.s.frv., sem fylgir gjarnan skógræktar- og landgræðslustarfi.