Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 17:00:07 (2263)

1997-12-15 17:00:07# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:00]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að hv. þm. sé áttavilltur. En mig langar til að benda hv. þm. á að sveitarstjórnarmenn víðs vegar um landið hafa einmitt verið að mótmæla þessum þætti, þ.e. þessum eftirlitsþætti. Ég kom hér inn á störf fátækra skógræktarfélaga því að skógræktarfélögin á Íslandi eru almennt áhugasamtök og eiga ekki mikla peninga, oft og tíðum, en eru samt sem áður myndarleg félög en mjög fátæk. Ef þau þurfa að leggja mikla peninga í mjög mikla skipulagsvinnu, framkvæmdaáætlanir og þess háttar, þá er ég alveg viss um að fjölmargir félagsmenn í slíkum samtökum gefast hreinlega upp og það er nákvæmlega það sem ég meina þegar ég er að segja að menn séu að gera þessa hluti flóknari en þeir þurfa að vera.