Skipulags- og byggingarlög

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 17:16:22 (2267)

1997-12-15 17:16:22# 122. lþ. 43.14 fundur 332. mál: #A skipulags- og byggingarlög# (byggingarnefndir, gjaldtaka o.fl.) frv. 135/1997, ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:16]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. fyrir málefnalega ræðu. Ég held að eilítils misskilnings gæti á milli okkar hv. þm. hvað þetta varðar. Í raun mátti túlka lögin sem við settum á síðasta þingi þannig að allar minni háttar framkvæmdir, ýmiss konar breyting á landnotkun og þess háttar þurfti að fara í umhverfismat og framkvæmdaáætlun og það er nákvæmlega þess vegna sem við erum að gera þessa brtt. sem við erum að tala um Ég held því að þarna ríki ákveðinn misskilningur á milli okkar sem mér finnst ástæða til að leiðrétta.