Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:10:58 (2310)

1997-12-15 23:10:58# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, Frsm. minni hluta SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:10]

Frsm. minni hluta menntmn. (Svanfríður Jónasdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er verið að opna á skólagjöld, höfum við sagt í minni hlutanum. Það er verið að taka þær hindranir úr vegi sem verið hafa. Og aðeins bara til að undirstrika það af hverju tortryggni minni hlutans er sú sem fram hefur komið, þá vil ég, herra forseti, vitna í viðtal sem Stúdentablaðið tekur við hæstv. menntmrh., en þar segir hann:

,,Ég tel að menn verði að skoða í alvöru innan Háskóla Íslands hvort eigi að innheimta skólagjöld til að standa undir kostnaði við nám í skólanum.``

,,... kostnaði við nám í skólanum.`` Þetta er nákvæmlega sama orðalag, herra forseti, og er í 19. gr. Hver láir þá minni hlutanum að hann sé tortrygginn?

Þess vegna endurtek ég þá beiðni mína sem ég setti fram hér áðan að nefndin komi saman aftur og taki af öll tvímæli vegna þess að ef hér stendur ekki til að opna fyrir eða taka hindranir úr vegi fyrir því að hægt sé að leggja á skólagjöld, þá skulum við bara koma því algjörlega á hreint í textanum sjálfum.