Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:43:26 (2313)

1997-12-15 23:43:26# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:43]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gagnrýni viðbrögð ráðherrans við umfjöllun okkar um 19. gr. og hvað við lesum úr henni. Hann heldur því fram að þetta lúti að öðrum tekjum háskólans, sem hafi um 1 milljarð á fjárlögum en yfir 3 þegar aðrar tekjur eru komnar til og þetta sé meginatriði.

Ég vek athygli á því hvað segir í umsögn um 19. gr. Þar segir svo, með leyfi forseta, þegar búið er að fjalla um samninginn sem skólinn getur gert:

,,Í 3. mgr. er gert ráð fyrir að í sérreglum hvers skóla verði kveðið á um hvernig gjaldtöku af nemendum sé háttað. Reglur um gjaldtöku geta verið mismunandi eftir skólum en miklu skiptir að þær séu skýrar þannig að nemendum sé ljóst að hverju þeir ganga í þessum efnum. Einnig er gert ráð fyrir að í sérlög hvers skóla verði sett fyrirmæli um gjaldtöku fyrir þjónustu og ,,reglur um öflun sértekna``.``

Fjögur orð!