Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:46:11 (2315)

1997-12-15 23:46:11# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:46]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Að því er varðar greiðslur til einstakra deilda í Háskóla Íslands þá mun það ráðast af reiknilíkaninu hvernig fjármunir háskólans skiptast á milli deilda. Eitt af þeim atriðum sem m.a. hafa valdið vandkvæðum innan háskólans við að ná niðurstöðu um reiknilíkanið er tilfærsla á fjármunum á milli einstakra deilda. En reiknilíkanið sem verið er að fjalla um núna og hefur verið í mótun innan háskólans mun ráða því hvernig fjárstreymi er háttað til einstakra deilda.