Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:48:18 (2318)

1997-12-15 23:48:18# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:48]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara ítreka þann skilning minn á orðum ráðherrans að hann sé sammála túlkun í meirihluta\-áliti menntmn. að þarna sé fyrst og fremst verið að ræða um skráningargjöld. Það sé það sem þetta frv. heimili. En mér finnst hann ekki viðurkenna að jafnframt með 26. gr. frv. er verið að taka í burt ákveðnar hindranir. Það er alveg ljóst að ef 26. gr. væri felld brott þá þyrftu háskólarnir ekki að hugleiða það að setja á skólagjöld í sinni sérlöggjöf. En af því að lög um skólakerfi eru felld brott þá þarf hver háskóli að fara í gegnum þá umræðu þó að vissulega sé það rétt að endanlega verður ákvörðunin útkljáð á Alþingi, þ.e. hvort einstökum háskólum er heimilt að setja á skólagjöld.

Ég vil einnig þakka fyrir skýr svör ráðherra um reiknilíkanið

(Forseti (GÁ): Hæstv. ráðherra.)

og vona að það boði gott. (Forseti hringir.) Varðandi sjálfseignarstofnunina þá fer það að sjálfsögðu eftir því hvernig tekst til með sérlöggjöfina um háskólann. En miðað við þá ofstjórnaráráttu sem er í frv. þá (Forseti hringir.) er ég hrædd um að hún verði ekki nógu góð.