Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:51:15 (2322)

1997-12-15 23:51:15# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:51]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Því miður kom háskólinn þessu ekki á framfæri við menntmn. Alþingis. Þvert á móti var lagt fram erindi til menntmn. sem er dags. 20. nóvember sl. og ber yfirskriftina ,,Um rammalög, yfirlit breytingartillagna HÍ``. Þar segir, með leyfi forseta:

,,Efnislega hefur Háskóli Íslands ekki breytt neinu í afstöðu sinni, samanber greinargerð til menntmn. Alþingis 5. maí sl.``

,,Ekki neinu.`` Það er því ljóst að háskólinn hefur ekki afturkallað þessa ósk um að IV. kaflinn verði felldur niður.