Háskólar

Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 23:51:57 (2323)

1997-12-15 23:51:57# 122. lþ. 43.16 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[23:51]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það liggi alveg ljóst fyrir að háskólinn hefur núna t.d. túlkað það ákvæði sem vitnað var til í 11. gr. laganna um það sem hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir vitnaði til og benti á að þar sé um ákvæði að ræða sem byrjar á orðinu ,,nema``, þ.e. háskólinn hefur túlkað það á þann veg að hann geti framkvæmt þær breytingar sem hann telur að hann vilji gjarnan gera varðandi yfirstjórn háskólans á grundvelli rammalöggjafarinnar og IV. kaflans í lögunum.