1997-12-16 10:35:04# 122. lþ. 44.6 fundur 136#B skýrsla umhverfisráðherra um rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Kyoto-bókunina# (munnl. skýrsla), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[10:35]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti vill taka fram að samkomulag er milli þingflokka um fyrirkomulag þessarar umræðu. Umræðan mun standa í allt að tvær og hálfa klukkustund. Umhvrh. hefur allt að 15 mínútum til framsögu. Ræðutími annarra verður sem hér segir: Talsmenn þingflokka hafa allt að 12 mínútum. Aðrir þingmenn og ráðherrar hafa allt að 5 mínútum. Talsmenn þingflokka og ráðherrar geta talað öðru sinni við lok umræðunnar í 5 mínútur hver en ráðherra þó í 8 mínútur.