Háskólar

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 13:54:27 (2360)

1997-12-16 13:54:27# 122. lþ. 44.3 fundur 165. mál: #A háskólar# frv. 136/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[13:54]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Hér gerir minni hlutinn tillögu um að við 1. málsl. 1. mgr. bætist eftirfarandi: ,,nema á annan hátt sé kveðið á um stöðu rektors í sérlögum.`` Frá upphafi hefur það verið svo að rektor Háskóla Íslands hefur verið valinn af háskólasamfélaginu og val hans einungis tilkynnt Stjórnarráðinu eða menntmrn. og sami háttur hefur verið hafður á í Kennaraháskóla Íslands. Þetta fyrirkomulag, herra forseti, styðst við hefðir við erlenda háskóla og þykir nauðsynlegt til að tryggja frelsi og sjálfstæði háskóla gagnvart stjórnmálalegu valdi. Með frv. stendur til að breyta þessu og gera rektora háskólanna að embættismönnum sem menntmrh. hefur boðvald yfir. Því er minni hlutinn á móti og gerir því tillögu um áðurgreint orðalag.