Kennaraháskóli Íslands

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:08:51 (2366)

1997-12-16 14:08:51# 122. lþ. 44.4 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:08]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Frv. um Kennaraháskóla Íslands sem hér er til meðferðar markar merkileg þáttaskil í starfsemi uppeldis- og kennaraskóla hér á landi. Hér er gert ráð fyrir því að sameina fjóra uppeldisskóla frá og með næstu áramótum. Ég tel að hér sé um að ræða mjög jákvæð tíðindi og styð frv. ásamt þeim brtt. sem fluttar eru í sameiginlegu nefndaráliti hv. menntmn. Ég vil hins vegar láta þess getið að ég hefði talið eðlilegt að samhliða þessari lagasetningu hefði ríkisstjórnin látið beitt sér fyrir því að fjögurra ára kennaranám hefjist haustið 1998 um leið og þessi lög koma til framkvæmda. Því miður stendur ríkisstjórnin ekki þannig að málum, að því lýtur fyrirvari minn í nefndaráliti en að öðru leyti styð ég málið.