Kennaraháskóli Íslands

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:09:55 (2367)

1997-12-16 14:09:55# 122. lþ. 44.4 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, GGuðbj (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:09]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Virðulegi forseti. Í þessari markmiðsgrein frv. og í frv. yfirleitt kemur hvergi fram vilji þingsins til að efla kennaramenntun í landinu með því að lengja námið í fjögur ár. Mér finnst það metnaðarleysi eftir alla umræðuna um bætta kennaramenntun og nýlegar tillögur samstarfsnefndar háskólanna um að lengja B.Ed.-námið í fjögur ár. Í ljósi þess að menntmrh. lýsti því yfir í nótt að hann væri ekki mótfallinn þeirri stefnumörkun sem fram kemur í skýrslu samstarfsnefndarinnar frá því í júlí 1997 og að fljótlega verði athugað hvenær ákvarðanir um framhaldið verði teknar, mun ég styðja þessa grein enda frv. í heild sinni gott.