Kennaraháskóli Íslands

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:13:05 (2368)

1997-12-16 14:13:05# 122. lþ. 44.4 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:13]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Í 4. gr. frv. er m.a. fjallað um skrásetningargjald sem samkvæmt textanum skal ekki vera hærra en 25 þús. kr. Ég vil vekja athygli á samhljóða túlkun hv. menntmn. á þessari grein þar sem fram kemur að á bak við töku skrásetningargjalds þarf að vera skilgreindur kostnaður og jafnframt hitt að skrásetningargjald getur verið lægra og mun lægra en 25 þús. kr. þó það geti aldrei orðið hærra.