Kennaraháskóli Íslands

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 14:16:06 (2370)

1997-12-16 14:16:06# 122. lþ. 44.4 fundur 167. mál: #A Kennaraháskóli Íslands# frv. 137/1997, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[14:16]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í umsögnum allra háskóla í landinu var kvartað undan þeirri miðstýringaráráttu sem fram kemur í frv. um háskóla. Hún birtist m.a. í því að gert er ráð fyrir því að menntmrh. eigi án takmörkunar að tilnefna og skipa tvo menn í háskólaráð, yfirstjórnir allra háskóla í landinu. Þetta er algerlega óeðlilegt fyrirkomulag og er furðulegt að umræðan um málið í þinginu skuli vera komin þetta langt án þess að Framsfl. skuli sérstaklega hafa verið krafinn um skýringar á því af hverju hann er að flytja allt þetta vald til menntmrh. sem m.a. birtist í þessari grein. Hana er ekki hægt að styðja.