Hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 16:38:49 (2392)

1997-12-16 16:38:49# 122. lþ. 44.9 fundur 349. mál: #A hollustuhættir og heilbrigðiseftirlit# frv., Frsm. meiri hluta ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[16:38]

Frsm. meiri hluta umhvn. (Ísólfur Gylfi Pálmason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Hjörleifi Guttormssyni fyrir hans yfirgripsmiklu skýrslu í þessum efnum sem mér fannst þó aðallega ganga út á að gera lítið úr flutningsmönnum. Hann gerði það að einu aðalatriði ræðu sinnar að tala um skammstafanir og annað slíkt. Ég vil benda hv. þm. á að er ég las upp þetta frv. þá tilgreindi ég hverjir væru flutningsmenn. Það er mjög algengt eins og hv. þm. veit að notaðar séu skammstafanir á þingmönnum þegar við leggjum fram frumvörp. Þetta voru því dálítið sérkennilegar krókaleiðir. Hann talaði í ræðu sinni um krókaleiðir en virtist fara ákveðnar krókaleiðir að þessu máli.

Hv. þm. talaði um reglugerðarbreytingar á reglugerðarbreytingar ofan. Ég ímyndaði mér satt að segja að hv. þm. vildi fara sem beinustu leið að aðalatriðunum og miðað við hans málflutning þá ímyndaði ég mér að hann mundi jafnvel gleðjast yfir frv. en svo er nú aldeilis ekki.

Ég get ekki svarað spurningu þeirri sem hann beindi beint til mín um hvenær viðkomandi fyrirtæki kæmu til með að taka til starfa. Eins og hv. þm. veit er það ekki undir þingmanninum komið. Hins vegar fylgist ég með því eins og aðrir þingmenn, hef ákveðnar skoðanir á þeim málum og mun tjá mig um þær þegar þar að kemur