Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. desember 1997, kl. 22:49:27 (2439)

1997-12-16 22:49:27# 122. lþ. 44.10 fundur 275. mál: #A stjórn fiskveiða# (endurnýjunarreglur fiskiskipa) frv. 133/1997, GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[22:49]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Sighvatur Björgvinsson ekki með fyrirvarann svaraði þessu allsérkennilega. Hann minntist ekki á og gat ekkert um það sem ég ámálgaði, þ.e. þann sérkennilega sið sem hann er að innleiða með því að flytja orð sem töluð eru í nefndinni inn í þingsalina.

Í annan stað vil ég segja að hvað svo sem hann vill lesa út úr ræðu hv. þm. Árna Ragnars Árnasonar, þá standa þar skrifuð orð, afstaða nefndarinnar. Hún er þar skrifuð og það á ekki að koma þingmanninum Sighvati Björgvinssyni á óvart hvað þar stendur. Það eru alveg hreinar línur. Ég hef þar ákveðinn fyrirvara á málinu sem ég hef gert grein fyrir og ætti ekki að koma honum á óvart. Eflaust hefur hann heyrt mína afstöðu og ég er hissa á því að hann skuli ekki koma og segja nákvæmlega hvað okkur fór á milli oftar en ekki í nefndinni.

En ég veit, hef lært svo mikið eftir þessa ræðu hv. þm. Sighvats Björgvinssonar, að aðgát skal höfð í hans nærveru.