1997-12-17 00:30:39# 122. lþ. 44.11 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[24:30]

Stefán Guðmundsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér finnst hér heldur gáleysislega talað af manni sem ég veit að hefur þekkingu á stjórn fiskveiða. Ég vildi aðeins varpa tveimur spurningum til hv. 3. þm. Vestf., Einars Odds Kristjánssonar, vegna þess sem hann lét frá sér fara: Af hverju mega ekki aðrir en smábátamenn fara fram úr þeim heimildum sem þeir hafa? Hver er munurinn á því þegar sjómenn á stærri skipum sækja á hafið á móti sjómönnum minni báta? Hver er munurinn á þessu, hv. þm.?

Ég held, eins og hv. þm. hefur sagt hér í kvöld, að við getum verið býsna stoltir af því fiskveiðistjórnarkerfi sem við höfum. Við ættum því ekki glutra niður þeim mikla árangri sem þar hefur náðst með miklum fórnum. Það að aflinn hefur vaxið nú um sinn byggist líklegast að langsamlega mestu leyti á því hve sóknin hefur verið hastarlega skert hjá stærri skipum.