1997-12-17 00:56:29# 122. lþ. 44.12 fundur 302. mál: #A þróunarsjóður sjávarútvegsins# (úrelding krókabáta) frv. 146/1997, Frsm. meiri hluta ÁRÁ
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[24:56]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég geri grein fyrir nál. meiri hluta sjútvn. á þskj. 523. Þar kemur fram að meiri hluti nefndarinnar mælir með samþykkt frv. með breytingum sem þar er gerð grein fyrir í þremur liðum við 1. gr. frv. Þær varða í fyrsta lagi gildistökuákvæðin og tilvísanir sem þar koma fram svo og orðalag um staðfestingardag og gildistökudag.

Ég tel, herra forseti, að þessar brtt. þarfnist ekki frekari skýringa en hitt hefur þegar komið fram við umræðu um fyrra mál að þau fylgjast að og eru bæði þáttur af sömu aðgerðunum til að gera krókaveiðimönnum heldur skár en nú er að una við þær reglur sem í gildi eru og bjóða þeim valkosti á ný.