Dánarbætur

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 11:26:49 (2506)

1997-12-17 11:26:49# 122. lþ. 45.4 fundur 351. mál: #A dánarbætur# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[11:26]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Réttur til dánarbóta umfram 18 mánuði skapaðist fyrst í ágúst sl. fyrir konur þar sem ekkjulífeyrir og dánarbætur fara ekki saman. Í sérstökum tilvikum getur tryggingaráð tekið upp málefni þar sem erfiðar aðstæður eru og mun gera það. Reglurnar eru því nokkuð skýrar þannig að þeir sem þurfa að fá auknar bætur umfram það sem er samkvæmt reglum geta vísað sínu máli til tryggingaráðs.