Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 13:48:53 (2531)

1997-12-17 13:48:53# 122. lþ. 46.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[13:48]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Hér er verið að innleiða helstu annmarka kvótakerfisins inn í smábátaflotann. Það er skoðun minni hlutans að ekki sé ástæða til að gera það sökum þess að hér er aðeins um að ræða kröfu af hálfu Landssambands smábátaeigenda um að þetta sé gert svona, en ekki er að finna í þessu neina stefnumótun af hálfu stjórnvalda. Við vörum við svona vinnubrögðum og greiðum atkvæði gegn þessu ákvæði.