Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 17. desember 1997, kl. 13:51:43 (2534)

1997-12-17 13:51:43# 122. lþ. 46.3 fundur 303. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðiheimildir krókabáta) frv. 144/1997, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur

[13:51]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Það er víða svo komið á hinum smærri sjávarútvegsstöðum úti á landi að þar hafa menn misst frá sér veiðiheimildirnar og grundvöllur atvinnurekstrarins eru smábátar. Einn af varaþingmönnum Sjálfstfl. og formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Guðjón A. Kristjánsson, hefur lýst þessu ákvæði sem við erum að greiða atkvæði um sem einhverju mesta tilræði við þessar byggðir sem hægt er að gera því nú eigi að fara að veifa framan í þessa smábátasjómenn gulrótinni um að selja burt frá sér aflaheimildir sínar sem mundi kippa grundvellinum undan rekstri þessara smástaða. Ég er sammála Guðjóni A. Kristjánssyni og greiði atkvæði gegn þessu ákvæði.